Frestað hjá Emil og fjölmörgum öðrum vegna veirunnar

Leik hjá Emil Hallfreðssyni sem fram átti að fara í …
Leik hjá Emil Hallfreðssyni sem fram átti að fara í dag hefur verið frestað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega fjörutíu knattspyrnuleikjum sem fram áttu að fara á Ítalíu í dag hefur verið frestað af öryggisástæðum vegna kórónuveirunnar COVID-19 sem hefur gert vart við sig í landinu.

Talið er að ríflega fimmtíu manns á norðurhluta Ítalíu hafi veikst og tveir eru látnir.

Emil Hallfreðsson átti að leika með Padova í borginni Vicenza á Norður-Ítalíu í dag en þeim leik hefur verið frestað.

Þrír leikir í A-deild karla verða ekki leiknir í dag eins og til stóð, Inter Mílanó - Sampdoria, Atalanta - Sassuolo og Verona - Cagliari.

mbl.is