Verður áfram í herbúðum Juventus

Blaise Matuidi hefur verið lykilmaður í liði Juventus frá árinu …
Blaise Matuidi hefur verið lykilmaður í liði Juventus frá árinu 2017. AFP

Blaise Matuidi, miðjumaður ítalska knattspyrnufélagsins Juventus, verður áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð en þetta staðfesti hann í samtali við ítalska fjölmiðla á dögunum. Samningur hans við Juventus átti að renna út í sumar en Ítalíumeistararnir ákváðu að nýta sér ákvæði í samningi Frakkans og framlengja hann um eitt ár til viðbótar.

Matuidi er orðinn 32 ára gamall en hann gekk til liðs við Juventus frá franska stórliðinu PSG sumarið 2017. Matuidi á að baki 84 landsleiki fyrir Frakkland þar sem hann hefur skorað níu mörk en hann varð heimsmeistari með Frökkum í Rússlandi, sumarið 2018 og þá var hann í liðinu sem endaði í öðru sæti á EM 2016.

Matuidi hefur byrjað sautján leiki í ítölsku A-deildinni á þessari leiktíð þar sem hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö. Hann hefur verið orðaður við ensku úrvalsdeildina að undanförnu en nú er ljóst að hann mun taka eitt tímabil hið minnsta á Ítalíu með Juventus sem er efsta sæti deildarinnar með 60 stig eftir 25 umferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert