Vill komast til United

Moussa Dembélé er til sölu fyrir rétta upphæð.
Moussa Dembélé er til sölu fyrir rétta upphæð. AFP

Moussa Dembélé, framherji franska knattspyrnufélagsins Lyon, vill komast til Manchester United en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Dembélé er 23 ára gamall en hann sló í gegn með Celtic í Skotlandi þar sem hann skoraði 51 mark í 94 leikjum með liðinu í öllum keppnum.

Hann var svo seldur til Lyon í ágúst 2018 en franska félagið borgaði 22 milljónir evra fyrir franska framherjann. Hjá Lyon hefur Dembélé skoraði 39 mörk og lagt upp önnur tólf mörk í 83 leikjum fyrir franska félagið.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að United hafi reynt að fá Dembélé í janúar en Lyon vildi þá fá um 80 milljónir punda fyrir framherjann. Lyon er tilbúið að hlusta á tilboð í leikmanninn næsta sumar en franska félagið mun ekki sætta sig við neitt minna en 70 milljónir punda fyrir Demblélé.

mbl.is