Skagamaður æfir í Noregi

Hörður Ingi Gunnarsson í leik með ÍA.
Hörður Ingi Gunnarsson í leik með ÍA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Hörður Ingi Gunnarsson verður á reynslu hjá norska liðinu Start næstu vikuna. Hörður leikur með ÍA og heimasíða félagsins greindi frá. 

Hörður er uppalinn hjá FH en hann hefur verið hjá ÍA síðustu tvö ár. FH-ingar hafa sýnt Herði áhuga og Cesare Marchetti, umboðsmaður Harðar, sagði í viðtali við fótbolta.net á dögunum að Hörður vilji yfirgefa félagið. 

Bakvörðurinn er samningsbundinn ÍA út sumarið 2021, en hann lék 21 leik í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur alls leikið 65 leiki í meistaraflokki með Víkingi Ólafsvík, HK og ÍA og skoraði í þeim tvö mörk. 

Start fór upp í efstu deild á síðustu leiktíð undir stjórn Jóhannesar Harðarsonar. Guðmundur Andri Tryggvason leikur með liðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert