Þrumufleygur Kolbeins

Kolbeinn Sigþórsson var skotfastur þegar á unga aldri.
Kolbeinn Sigþórsson var skotfastur þegar á unga aldri. mbl.is/Hari

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er fæddur árið 1990, einu ári á undan mér. Við ólumst upp í sama hverfi og sá ég hann reglulega á æfingum og í leikjum með Víkingi Reykjavík. Þá vorum við um tíma saman í Réttó.

Það var vitað þegar Kolbeinn var kornungur að hann myndi ná langt. Það var líka vitað þegar ég var ungur að ég myndi ekki ná langt, en það er ekki aðalatriðið í þessari sögu.

Einhverra hluta vegna fékk ég samt sem áður að vera í bekkjarliði mínu á fótboltamóti Réttó. Að sjálfsögðu fór ég í markið og ekki mátti verja með höndum. Það gekk svo sem ágætlega.

Svo mættum við Kolbeini og bekkjarbræðrum hans. Við stóðum vel í stórstjörnunni og vinum hans en urðum að lokum að játa okkur sigraða, 0:2, ef ég man rétt, en það eru orðin sextán ár síðan.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »