Tveir nýir á sama sólarhring

Andri Fannar Baldursson eftir fyrsta leikinn með Bologna um helgina.
Andri Fannar Baldursson eftir fyrsta leikinn með Bologna um helgina. Ljósmynd/Bologna

Íslenskir knattspyrnumenn þreyta ekki frumraun sína á hverjum degi í einni af sterkustu deildum Evrópu. Það telst því til tíðinda að um síðustu helgi, á sama sólarhringnum, léku tveir Íslendingar í fyrsta skipti í efstu deildum Þýskalands og Ítalíu.

Samúel Kári Friðjónsson kom inn á hjá Paderborn gegn stórveldinu Bayern München á 81. mínútu á föstudagskvöldið og spilaði þar með í fyrsta sinn í þýsku Bundesligunni, daginn fyrir 24. afmælisdaginn sinn. Engu munaði að Samúel tæki þátt í afar óvæntum úrslitum því Robert Lewandowski skoraði sigurmark Bayern, 3:2, á 88. mínútu leiksins.

Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður hjá Bologna gegn Udinese eftir 58 mínútna leik í ítölsku A-deildinni á laugardaginn. Hann gat fagnað í uppbótartíma leiksins því þá jafnaði Rodrigo Palacio fyrir Bologna og leikurinn endaði 1:1.

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá þeim sem hafa spilað í þessum deildum, metum Andra Fannars og Sigurðar Jónssonar, og nokkrum af bestu knattspyrnumönnum Íslandssögunnar sem hófu ferilinn kornungir. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »