Verð að halda áfram og verða betri

Andri Fannar Baldursson í leiknum.
Andri Fannar Baldursson í leiknum. Ljósmynd/Bologna

„Auðvitað kom þetta mér á óvart en þegar ég fékk kallið var ég klár og spenntur,“ sagði hinn átján ára gamli Andri Fann­ar Bald­urs­son í viðtali sem birtist á heimasíðu ítalska A-deildarfélagsins Bologna, en hann lék sínar fyrstu mínútur með liðinu í A-deild Ítalíu í fótbolta á laugardag. 

„Þetta var frábært og ég er ánægður, en ég verð að halda áfram að bæta mig og verða betri. Ég er hungraður,“ sagði Andri, sem kom inn á sem varamaður á 59. mínútu og stóð sig vel. 

„Kærastan mín, vinir og fjölskylda, þau sendu mér öll skilaboð og ég kann að meta öll skilaboðin sem ég hef fengið. Þau voru mjög ánægð fyrir mína hönd og þau sögðu að ég hafi staðið mig vel.“

Andri er ánægður með lífið og tilveruna í Bologna, bæði hjá félaginu og í borginni. 

„Mér líkar mjög vel við borgina og félagið. Það eru allir rólegir hérna og hafa tekið vel á móti mér,“ sagði hann, áður en hann spreytti sig aðeins á ítölsku og þakkaði fyrir sig á íslensku. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert