Áfram í Grikklandi

Ögmundur Kristinsson verður áfram í herbúðum Larissa á næstu leiktíð.
Ögmundur Kristinsson verður áfram í herbúðum Larissa á næstu leiktíð. Ljósmynd/Larissa

Ögmundur Kristinsson, markvörður gríska knattspyrnufélagsins Larissa, verður áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag. Ögmundur skrifaði undir eins árs framlengingu við gríska 1. deildarfélagið.

Markvörðurinn hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu en hann var meðal annars orðaður við PAOK, fyrr í þessum mánuði. Ögmundur kom til félagsins frá Excelsior í Hollandi árið 2018 og hefur verið fastamaður í liðinu síðan.

Larissa er í ellefta sæti sæti 1. deildarinnar með 27 stig eftir 25 umferðir en alls leika fjórtán lið í efstu deild Grikklands. Ögmundur hefur byrjað alla 25 leiki liðsins í deildinni á tímabilinu en markmaðurinn, sem er þrítugur, á að baki 15 A-landsleiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert