Lærisveinar Gerrards áfram í Evrópudeildinni

Leikmenn Rangers fagna innilega í kvöld.
Leikmenn Rangers fagna innilega í kvöld. AFP

Skoska liðið Rangers tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta með 1:0-útisigri á Braga frá Portúgal. 

Braga komst í 2:0 í fyrri leiknum, en Rangers svaraði með þremur mörkum og vann dramatískan 3:2-sigur og einvígið 4:2. 

Rangers fékk gott tækifæri til að skora fyrsta markið undir lok fyrri hálfleiks en Matheus í marki Braga varði vítaspyrnu frá Ianis Hagi. Hagi bætti upp fyrir það á 61. mínútu er hann lagði upp sigurmark á Ryan Kent. 

Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool, er knattspyrnustjóri Rangers. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert