Ný sýn eftir erfið meiðsli

Axel Óskar Andrésson nálgast endurkomu á knattspyrnuvöllinn eftir krossbandsslit.
Axel Óskar Andrésson nálgast endurkomu á knattspyrnuvöllinn eftir krossbandsslit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Axel Óskar Andrésson hefur lært meira á undanförnum mánuðum en á sex ára atvinnumannaferli, en þessi 22 ára gamli miðvörður er að jafna sig eftir krossbandsslit.

Mosfellingurinn gekk til liðs við enska B-deildarfélagið Reading árið 2016 en var lánaður til Viking í Noregi í ágúst 2018. Hann sló í gegn í Noregi, sem varð til þess að norska félagið keypti hann í desember 2018 eftir að því hafði tekist að tryggja sér sæti í efstu deild. Axel Óskar sleit hins vegar krossband eftir þrettán mínútna leik í fyrsta leik sínum með Viking í efstu deild, gegn Kristiansund þann 31. mars 2019, og missti því af öllu síðasta tímabili með Viking.

„Það eru tæpir tíu mánuðir síðan ég gekkst undir aðgerð vegna krossbandsslita og áður en ég fór undir hnífinn var mér tjáð að ég yrði frá í kringum níu til tólf mánuði. Öll endurhæfing hefur gengið afar vel og þar sem tímabilið byrjar ekki fyrr en í apríl tók ég þá ákvörðun fyrir áramót að taka minn tíma í að ná mér góðum og fara ekki of geyst af stað. Ég er byrjaður að æfa af fullum krafti með liðinu og fór í æfingaferð með því til La Manga á Spáni í síðasta mánuði. Ég er ekki enn byrjaður að taka þátt í spilköflum í lok æfinga en annars hef ég bara verið að æfa eins og aðrir leikmenn liðsins. Ég mun svo hitta lækninn sem skar mig upp á næstu dögum og þá fáum við lokasvar við því hvort ég sé í raun bara klár í slaginn með Viking. Ég vona að það samtal muni ganga vel og vonandi, ef allt gengur að óskum, get ég farið að einbeita mér alfarið að fótboltanum eftir þann fund.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »