Stendur tæpt hjá Arnóri fyrir stórleikinn

Arnór Ingvi Traustason í landsleik.
Arnór Ingvi Traustason í landsleik. mbl.is/Hari

Talsverð hætta virðist á því að Arnór Ingvi Traustason landsliðsmaður í knattspyrnu missi af heimaleik Malmö gegn Wolfsburg frá Þýskalandi í 32ja liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld.

Malmö er í ágætri stöðu eftir naumt tap í fyrri leiknum í Þýskalandi, 2:1, en Arnór meiddist þá snemma leiks og þurfti að fara af velli.

Aftonbladet segir í kvöld að Jon Dahl Tomasson þjálfari reikni frekar með því að Arnór verði ekki leikfær. „Við munum prófa Arnór fyrir leikinn,“ sagði Jon Dahl á fréttamannafundi í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert