Úlfarnir áfram þrátt fyrir tap

Wolves er komið áfram, þrátt fyrir tap á Spáni.
Wolves er komið áfram, þrátt fyrir tap á Spáni. AFP

Enska úrvalsdeildarliðið Wolves er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 2:3-tap fyrir Espanyol á útivelli í kvöld. Wolves vann heimaleikinn sinn 4:0 og einvígið því samanlagt 6:3. 

Jonathan Calleri skoraði öll þrjú mörk Espanyol, en hann kom spænska liðinu yfir í þrígang. Fyrst jafnaði Adama Traoré og síðan Matt Doherty. Calleri átti hins vegar lokaorðið með sigurmarki í uppbótartíma. 

Roma fór naumlega áfram í Belgíu.
Roma fór naumlega áfram í Belgíu. AFP

Þrjú Íslendingalið eru úr leik, en enginn Íslendingur lék í dag. Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi APOEL sem tapaði á útivelli gegn Basel, 0:1. Basel vann einvígið samanlagt 4:0. 

Albert Guðmundsson lék ekki með AZ Alkmaar vegna meiðsla í 0:2-tapi á útivelli gegn LASK frá Austurríki, en einvígið fór samanlagt 3:1 fyrir LASK.

Þá lék Arnór Ingvi Traustason ekki með Malmö í 0:3-tapi fyrir Wolfsburg á heimavelli. Þýska liðið vann einvígið samanlagt 5:1. 

Úrslitin úr Evrópudeildinni: 
Espanyol - Wolves 3:2 (samanlagt 3:6)
Basel - APOEL 1:0 (samanlagt 4:0)
Porto - Leverkusen 1:3 (samanlagt 2:5)
Gent - Roma 1:1 (samanlagt 1:2)
LASK - AZ Alkmaar 2:0 (samanlagt 3:1)
Malmö - Wolfsburg 0:3 (samanlagt 1:5)

Wolfsburg vann öruggan sigur í Malmö.
Wolfsburg vann öruggan sigur í Malmö. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert