Daninn byrjar í El Clasico

Martin Braithwaite skýtur að marki í leik gegn Eibar.
Martin Braithwaite skýtur að marki í leik gegn Eibar. AFP

Danski framherjinn Martin Braithwaite verður í byrjunarliði Barcelona í fyrsta skipti gegn Real Madríd í spænsku 1. deildinni í fótbolta á sunnudag. AS á Spáni greinir frá. 

Barcelona fékk und­anþágu frá spænska knatt­spyrnu­sam­band­inu til þess að kaupa Braithwaite frá Leganés vegna meiðsla lyk­ilmanna eins og Ousma­ne Dembé­lé og Luis Su­árez, en kaupin vöktu hörð viðbrögð, þar sem Leganés fékk ekki leyfi til að kaupa leikmann í stað danska framherjans. 

Braithwaite spilar í framlínunni ásamt Lionel Messi og Antoine Griezmann. Braithwaite kom sterkur inn í lið Barcelona gegn Eibar um síðustu helgi og átti þátt í tveimur mörkum í sínum fyrsta leik meið liðinu, en hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. 

Barcelona er sem stendur í toppsæti spænsku 1. deildarinnar með 55 stig, tveimur stigum meira en Real Madríd sem er í öðru sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert