Ragnar á leiðinni til Tyrklands

Ragnar Sigurðsson og félagar í FCK fyrir leikinn gegn Celtic …
Ragnar Sigurðsson og félagar í FCK fyrir leikinn gegn Celtic í Glasgow í gærkvöld. AFP

Ragnar Sigurðsson og félagar í danska liðinu FC København mæta tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta en dregið var til þeirra rétt í þessu.

FCK vann frækinn útisigur á Celtic í Glasgow í gærkvöld, 3:1 og tyrkneska liðið vann magnaðan sigur á Sporting Lissabon eftir framlengingu, 4:1. 

Manchester United mætir LASK Linz frá Austurríki sem sló AZ Alkmaar frá Hollandi út í gærkvöld.

Wolves mætir Olympiacos, gríska liðinu sem sló Arsenal út á magnaðan hátt í framlengdum leik í London í gærkvöld.

Eftirtalin lið drógust saman í 16-liða úrslitunum sem verða leikin 12. og 19. mars:

Istanbul Basaksehir (Tyrklandi) - FC København (Danmörku)
Olympiacos (Grikklandi) - Wolves (Englandi)
Rangers (Skotlandi) - Bayer Leverkusen (Þýskalandi)
Wolfsburg (Þýskalandi) - Shakhtar Donetsk (Úkraínu)
Inter Mílanó (Ítalíu) - Getafe (Spáni)
Sevilla (Spáni) - Roma (Ítalíu)
Frankfurt (Þýskalandi) eða Salzburg (Austurríki) - Basel (Sviss)
LASK Linz (Austurríki) - Manchester United (Englandi)

Leik Salzburg og Eintracht Frankfurt var frestað í gærkvöld vegna veðurs en hann verður leikinn í dag. Frankfurt vann fyrri leikinn 4:1.

mbl.is