Höfðum daglega áhyggjur af því að deyja

Kanadamaðurinn Alphonso Davies sýndi í leik Bayern München og Chelsea …
Kanadamaðurinn Alphonso Davies sýndi í leik Bayern München og Chelsea í London að hann er líklegur til mikilla afreka á næstu árum. AFP

Frammistaða kanadíska knattspyrnumannsins Alphonso Davies fyrir Bayern München gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag hefur vakið verðskuldaða athygli.

Davies, sem lék í stöðu vinstri bakvarðar, var ekki bara öruggur í vörninni heldur gríðarlega sterkur í sókninni og átti hann stóran þátt í þriðja marki Bayern í 3:0-stórsigri. Davies óð upp vinstri kantinn og áttu leikmenn Chelsea ekki möguleika gegn Kanadamanninum, áður en hann sendi hnitmiðað á Robert Lewandowski sem skoraði auðvelt mark. Davies var einn af bestu mönnum vallarins, þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall, að því er fram kemur í umfjöllun um þennan leikmann í Morgunblaðinu í dag.

Flúðu frá Líbíu til Gana

Hver er Alphonso Davies? Frammistaða hans gegn Chelsea var mögnuð, en leið hans á toppinn er enn magnaðri. Davies fæddist í flóttamannabúðum í Gana 2. nóvember árið 2000. Foreldar hans höfðu flúið stríðsátök í heimalandi sínu Líbíu. Að sögn föður hans, Debeah, var lífið lítið skárra í Gana. „Við höfðum daglega áhyggjur af því að deyja úr hungri. Við vorum ekki aðeins á stríðssvæði, heldur líka í flóttamannabúðum. Það var ekki öruggt að við gætum fundið mat fyrir okkur og Alphonso,“ sagði hann í viðtali við Sky Sports.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert