Kolbeinn tekur á sig launalækkun

Robert Lewandowski, David Alaba og Alphonso Davies eldhressir í Lundúnum …
Robert Lewandowski, David Alaba og Alphonso Davies eldhressir í Lundúnum eftir að hafa rúllað upp Chelsea í Meistaradeildinni seint í febrúar. AFP

Leikmenn og starfsfólk í stjórnunarstöðum hjá þýsku stórliðunum Bayern München Borussia Dortmund hafa samþykkt að taka á sig tímabundnar launalækkanir. 

Í tilkynningum frá félögum kemur fram að þetta sé meðal annars gert til að hjálpa öðru starfsfólki hjá félögunum fjárhagslega en kórónaveiran hefur margvísleg áhrif á knattspyrnufélög eins og önnur fyrirtæki í heiminum. 

Leikmenn Union Berlín sem er í 11. sæti deildarinnar ganga mun lengra og verða launalausir um hríð eða þar til skýrist hversu lengi hlé verður gert á þýsku deildinni. 

Bayern tilkynnti að launalækkunin nemi 20% en Dortmund fór ekki nánar út í það í sinni tilkynningu en að segja að um hluta launanna sé að ræða. 

Kolbeinn Finnsson er leikmaður Dortmund en hann samdi við félagið í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert