Milljónirnar hrannast saman

Pep Guardiola
Pep Guardiola AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hef­ur gefið eina millj­ón evra til bar­átt­unn­ar gegn út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Hann er einn fjöl­margra innan knattspyrnuheimsins sem hafa reynt að leggja sitt af mörk­um á þess­um tím­um.

Guardiola er heima hjá sér í Barcelona núna á meðan öllum fótbolta hefur verið frestað ótímabundið en peningurinn mun fara í að styðja við heilbrigðiskerfið á Spáni. Tæplega þrjú þúsund manns hafa látið lífið þar í landi vegna veirunnar og um 40 þúsund eru smitaðir.

Robert Lewandowski, framherji Bayern München, gaf milljón evra í síðustu viku og Cristiano Ronaldo hjá Juventus gerði hið sama til að aðstoða sjúkrahús í Portúgal. Lionel Messi, ofurstjarnan Barcelona, hefur einnig gefið samanlagt eina milljón evra til tveggja sjúkrahúsa í Barcelona.

mbl.is