Nú þarf að fresta Evrópumótinu

Enska landsliðið á SheBelives mótinu í síðasta mánuði.
Enska landsliðið á SheBelives mótinu í síðasta mánuði. AFP

Ekki verður hægt að halda bæði Ólympíuleikana og Evrópumeistaramót kvenna í knattspyrnu á sama tíma, en búið er að fresta leikunum til sumarsins 2021, á sama tíma og EM á að fara fram.

Fjölmörg íþróttsambönd, m.a. það norska, kölluðu eftir því að Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan yrði frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en þeir áttu að fara fram í sumar. Melissa Wiik, fyrrverandi landsliðkona Noregs, segir það ógerlegt að halda bæði mót sama sumar í viðtali við VG.

„Þetta er ekki möguleiki, það verður ekkert EM. Það eru mörg evrópsk landslið sem hafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Ég held að EM verði fært um eitt ár,“ sagði hún en mótið á að fara fram á Englandi í júlí á næsta ári.

Bretland, Svíþjóð og Holland eru þær þjóðir sem hafa bæði tryggt sér þátttöku á EM og Ólympíuleikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert