Hundsaði ráð frá Sir Alex og var rekinn

Gary Neville entist ekki lengi sem stjóri Valencia.
Gary Neville entist ekki lengi sem stjóri Valencia. AFP

Gary Neville viðurkennir að hann hafi hundsað ráð frá Sir Alex Ferguson á meðan hann var knattspyrnustjóri Valencia á Spáni.

Neville tók við Valencia í desember 2015 en var rekinn fjórum mánuðum síðar, en liðið vann tíu af 28 leikjum undir hans stjórn. 

Neville viðurkennir í samtali við Off Script-hlaðvarpið að hann hafi vitað af leikmönnum Valencia sem höfðu lítinn áhuga á að vera hjá félaginu. Sir Alex hafði það að reglu að losa sig við slíka leikmenn, en Neville ákvað að halda þeim. 

„Það var augljóst að sumir leikmenn voru ósáttir. Ég ræddi við Sir Alex stuttu eftir að ég tók við og hann sagði mér að losa mig við þá. Ég hlustaði ekki og hélt þeim. það var ekki besta augnablik ferilsins að hundsa Sir Alex,“ sagði Neville. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert