Bretar fylgja fordæmi Bandaríkjamanna

Boltinn skallaður í leik Fylkis og Leiknis í Árbænum.
Boltinn skallaður í leik Fylkis og Leiknis í Árbænum. mbl.is/Golli

Í síðasta mánuði var gripið til aðgerða á Bretlandseyjum varðandi hættuna á höfuðáverkum í knattspyrnunni. Skólabörnum hefur nú verið meinað að skalla knöttinn á æfingum og er þar miðað við 12 ára aldurinn.

Sama viðmið hefur verið notað hérlendis en frá því var greint í vetur að börn skalla ekki knöttinn á æfingum hjá knattspyrnudeild Breiðabliks. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst eru ekki skipulagðar skallaæfingar hjá börnum 12 ára og yngri hjá knattspyrnufélögum á Íslandi. Bandaríkjamenn riðu á vaðið fyrir nokkrum árum og bönnuðu börnum yngri en 12 ára að skalla knöttinn.

Enska knattspyrnusambandið hefur nú brugðist við en rannsóknir benda til þess að atvinnumenn í knattspyrnu eigi á hættu að þróa með sér heilabilun fyrir aldur fram. Grunsemdir um slíkt hafa legið fyrir í nokkurn tíma en viðamikil rannsókn sem gerð var í Skotlandi bendir til þess að slíkar áhyggjur eigi við rök að styðjast.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert