„Ég kann vel við mig hérna“

Eggert Gunnþór Jónsson í baráttu um knöttinn í landsleik.
Eggert Gunnþór Jónsson í baráttu um knöttinn í landsleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eggert Gunnþór Jónsson, knattspyrnumaður frá Eskifirði, veltir þessa dagana fyrir sér hvert hans næsta skref verði á ferlinum en samningurinn við SönderjyskE frá Suður-Jótlandi í Danmörku rennur út í sumar.

„Það er alveg inni í myndinni hjá mér að semja aftur við SönderjyskE, enda kann ég vel við mig hérna,“ sagði Eggert við Morgunblaðið í gær en hann hefur leikið með danska liðinu í rúmlega þrjú ár og spilað með því 75 leiki í úrvalsdeildinni, tuttugu þeirra á yfirstandandi tímabili sem óvíst er hvenær lýkur.

Orðrómur hefur verið um að Eggert sé á heimleið og þá mögulega í FH, en í samtali í Morgunblaðinu í dag segir hann að engar viðræður um slíkt hefðu átt sér stað. „Nei, það er ekkert til í þessu. Ég er svo sem opinn fyrir öllu, útiloka ekki möguleikann á að fara til Íslands eða eitthvað annað, en er ekki búinn að ákveða neitt eða hugsa mikið út í það enn sem komið er. Enda er maður aðallega að bíða og sjá hvernig málin þróast alls staðar út af því sem er í gangi.“

Viðtalið í heild er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert