Handtekinn fyrir að virða ekki útgöngubann

Nolberto Solano í baráttunn við Marlon Harewood í leik í …
Nolberto Solano í baráttunn við Marlon Harewood í leik í ensku úrvalsdeildinni árið 2008. AFP

Nolberto Solano, aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Perú í knattspyrnu og fyrrverandi leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, var handtekinn í heimalandi sínu á dögunum fyrir að virða ekki reglur um útgöngubann sem þar ríkja vegna kórónuveirufaraldsins sem nú herjar á heimsbyggðina.

Í Perú er nú bannað að vera á ferli eftir klukkan 20 á kvöldin en Solano var handtekinn síðla kvölds eftir heimsókn hjá nágranna sínum. Fjölmiðlar í Perú hafa greint frá því að Solano hafi verið í veislu sem stóð fram á kvöld en leikmaðurinn hefur sjálfið haldið því fram að hann hafi verið í matarboði.

Solano var fljótlega sleppt úr haldi eftir að skýrsla hafði verið tekin af honum á lögreglustöð ó Perú en hann hefur verið aðstoðarþjálfari landsliðsins frá því í desember 2017. Þá hefur hann einnig verið aðalþjálfar U23 ára landsliðs Perú en Solano lék einnig með Aston Villa og West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert