Hver verður mesta áskorunin?

Lionel Messi hefur efni á að láta ögn af hendi …
Lionel Messi hefur efni á að láta ögn af hendi ragna. AFP

Áföll sem dynja yfir, eins og faraldurinn sem nú herjar á heimsbyggðina og er kenndur við kórónu, geta kallað fram bestu hliðar mannskepnunnar.

Síðustu daga og vikur höfum við séð og lesið fréttir um alls kyns góðverk og aðstoð sem hinir og þessir inna af hendi til aðstoðar samborgurum sínum.

Margt af þekktasta íþróttafólki heims veit ekki aura sina tal og það er gott að sjá fréttir af mönnum eins og Cristiano Ronaldo og Lionel Messi þar sem þeir gefa svimandi háar fjárhæðir til styrktar heilbrigðiskerfunum á Íberíuskaganum.

Auðvitað má segja sem svo að það sé ekki mikið mál fyrir þá að gefa til baka eitthvað af þeim öllum þeim auðæfum sem streyma inn á bankareikningana þeirra frá unnendum íþróttarinnar um allan heim.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »