Gömul kempa á gjörgæslu með veiruna

Rustu Recber lék með Besiktas áður en hanskarnir fóru á …
Rustu Recber lék með Besiktas áður en hanskarnir fóru á hilluna. AFP

Rustu Recber, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tyrklands, hefur verið lagður inn á gjörgæslu á sjúkrahúsi í heimalandinu þar sem hann greindist með kórónuveiruna. Líðan hans er ekki sögð góð.

Recber er leikjahæsti leikmaður Tyrklands frá upphafi en hann spilaði 120 leiki fyrir þjóð sína og var aðal­markvörður þegar liðið hafnaði í 3. sæti á HM 2002. Hann spilaði í meira en áratug með Fenerbache í heimalandinu en stoppaði einnig stutt við hjá stórliði Barcelona áður en hann lagði hanskana á hilluna árið 2012 eftir nokkurra ára dvöl hjá Besiktas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert