Fékk rautt og gaf öllum fartölvu

Cristiano Ronaldo í leik með Juventus.
Cristiano Ronaldo í leik með Juventus. AFP

Stórstjarnan Cristiano Ronaldo leið svo illa með rauða spjaldið sem hann fékk með Juventus gegn Valencia í Meistaradeild Evrópu á sínu fyrsta tímabili með liðinu að hann gaf öllum liðsfélögum sínum Apple-fartölvu í kjölfarið. 

Knattspyrnustjórinn Massimiliano Allegri var með reglu um að allir leikmenn sem fengu rautt spjald skulduðu liðsfélögum sínum gjafir og Ronaldo gaf dýrari gjöf en flestir. Wojciech Szczesny, markvörður liðins, sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum.

Szczesny gaf sjálfur öllum leikmönnum liðsins heyrnatól er hann mætti of seint á æfingu en leikmenn sem mættu of seint þurftu einnig að gefa liðsfélögum sínum gjafir. 

mbl.is