Kominn heim en enn með veiruna

Fatih Terim á hliðarlínunni hjá Galatasaray í síðasta mánuði.
Fatih Terim á hliðarlínunni hjá Galatasaray í síðasta mánuði. AFP

Fatih Terim, knatt­spyrn­u­stjóri Galatas­aray og fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ara Tyrkja, er kominn af sjúkrahúsi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Hinn 66 ára gamli Terim stýrði Tyrkj­um í nokkr­um leikj­um gegn Íslend­ing­um í undan­keppni stór­mót­anna á síðasta ára­tug.

Varð Terim nokkuð mikið veikur, en hann er allur að koma til og er kominn í einangrun heima hjá sér. Var hann alls sjö nætur á sjúkrahúsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert