Vaxandi áhyggjur í Skotlandi

Steven Gerrard er knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi.
Steven Gerrard er knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi. AFP

Skosk knattspyrnufélög hafa vaxandi áhyggjur á að ekki verði hægt að klára yfirstandandi tímabil vegna kórónuveirunnar. Hvert lið í skosku úrvalsdeildinni á að minnsta kosti eftir að leika átta deildarleiki. 

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa áhuga á að halda áfram keppni fyrir luktum dyrum, en Skotar eru ekki hrifnir af þeirri hugmynd og verður æ líklegra að tímabilið verði blásið af. 

Þess í stað er vilji til staðar að hefja næsta tímabil á réttum tíma og án vandræða. Að sögn BBC er nú lagt mikið kapp við að lækka launakostnað innan skoska fótboltans, svo að félög lendi ekki í erfiðum fjárhagskröggum. 

mbl.is