Vill vera áfram á Ítalíu

Ashley Young í leik með Inter.
Ashley Young í leik með Inter. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Ashley Young hefur ekki áhuga á að yfirgefa ítalska félagið Inter Mílanó en hann verður samningslaus eftir tímabilið. Young kom til félagsins frá Manchester United í janúar. 

Young er orðinn ástfanginn á Ítalíu og hefur hann lítinn áhuga á að flytja aftur til Englands í bráð. „Ég elska Ítalíu og ég væri til í að vera hérna í að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót,“ sagði Young við Corriere Della Sera. 

„Ég vil vera áfram og vinna titla. Ég er að læra tungumálið og fólkið er ástríðufullt. Ég hef ekki talað við stjórann enn þá, en hann veit að ég vill vera áfram,“ bætti Englendingurinn við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert