FIFA kemur til móts við félög

Gianni Infantino er forseti FIFA.
Gianni Infantino er forseti FIFA. AFP

FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, ætlar að aðstoða knattspyrnufélög og deildir um allan heim til að komast í gegnum afleiðingarnar sem kórónuveiran mun hafa á fjarhag félaga um víðan völl. 

Reuters greinir frá því að FIFA sé að útbúa svokallaða Marshall-áætlun, svipaða þeirri sem Bandaríkin veitti löndum í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. FIFA á um 2,7 milljarða bandaríkjadala, en óvíst er hversu mikið fjármagn sambandið er reiðubúið að leggja til. 

„Það er skylda sambandsins að hjálpa. Það er ljóst að í mörgum heimshlutum munu stórir hópar fólks sem tengjast fótbolta standa eftir í erfiðum fjárhafserfiðleikum,“ sagði talsmaður FIFA m.a. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert