Komst upp um kórónubrot þegar hann keyrði útaf

Jeróme Boateng, til vinstri, í leik með Bayern gegn Hoffenheim.
Jeróme Boateng, til vinstri, í leik með Bayern gegn Hoffenheim. AFP

Jeróme Boateng, leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins í knattspyrnu, braut reglur vegna kórónuveirunnar og upp um hann komst þegar hann lenti í umferðaróhappi.

Boateng brá sér í bíltúr frá München til að heimsækja son sinn til Leipzig en með því yfirgaf hann Bæjaraland sem er ekki heimilt samkvæmt reglum sem ríkið setti  vegna útbreiðslu veirunnar.

Á heimleiðinni varð hann fyrir því að bifreið hans rann út af veginum en Boateng slapp ómeiddur frá atvikinu. Forráðamönnum Bayern var ekki skemmt.

„Bayern lítur á sig og leikmenn sína sem fyrirmyndir í samfélaginu. Boateng hefur verið sektaður fyrir að brjóta reglurnar," segir í yfirlýsingu frá Bayern en sektin verður látin renna beint til styrktar sjúkrahúsunum í München.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert