Lést af völdum kórónuveirunnar

Pape Diouf var forseti Marseille á árunum 2005 til ársins …
Pape Diouf var forseti Marseille á árunum 2005 til ársins 2009. AFP

Pape Diouf, fyrrverandi forseti franska knattspyrnuliðsins Marseille, lést af völdum kórónuveirunnar í gær en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni. Hann var 68 ára gamall en Diouf, sem var frá Senegal, var forseti Marseille á árunum 2005 til ársins 2009 en liðið varð síðasts franskur meistari árið 2010.

Kórónuveiran fer nú eins og eldur um sinu um Evrópu en alls er 52.128 manns smitaðir af veirunni í Frakklandi samkvæmt nýjustu tölum og þá eru 3.523 látnir af völdum hennar. „Pape verður alltaf í hjörtum allra þeirra sem tengjast félaginu um ókomna tíð,“ segir meðal annars í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert