Barcelona mun spila á pínulitlum leikvangi

Leikmenn Barcelona munu láta ljós sitt skína í Igualada þegar …
Leikmenn Barcelona munu láta ljós sitt skína í Igualada þegar færi gefst. AFP

Karlalið Barcelona í knattspyrnu samþykkti í gærkvöldi að spila ágóðaleik í útjaðri borgarinnar þegar aðstæður leyfa. Ágóði af leiknum mun renna til að styðja við heilbrigðisþjónustu í Igualada í útjaðri borgarinnar. 

Þannig er mál með vexti að Igualada hefur einna verst orðið fyrir barðinu á kórónuveirunni í Katalóníu og þar eru um 98 látnir. Igualada er gamall bær sem er 65 kílómetra frá Barcelona en þar búa um 40 þúsund. 

Íþróttayfirvöld í bænum fengu þá hugmynd að leita til FC Barcelona til að safna fé til að styðja við heilbrigðisstofnanir í bænum. Í gærkvöldi ræddi bæjarstjórinn við bæði forseta Barcelona og varaforseta félagsins en varaforsetinn er ættaður frá Igualada. 

Bæjarstjórinn tilkynnti á daglegum upplýsingafundi í dag að leikurinn myndi fara fram í Igualada gegn staðarliðinu CF Igualada. Dagsetningin verður ákveðin síðar. CF Igualada leikur í kataónsku deildinni og heimavöllurinn tekur 4.500 manns. 

mbl.is