Reyni að halda út í Brescia

Birkir Bjarnason er staðsettur við þungamiðju kórónuveirufarldursins á Ítalíu.
Birkir Bjarnason er staðsettur við þungamiðju kórónuveirufarldursins á Ítalíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Brescia í ítölsku A-deildinni, hefur ekki farið mikið út úr húsi undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina.

Birkir, sem er 31 árs gamall, býr í Brescia, rúmlega 200 þúsund manna borg í Langbarðalandi í norðurhluta Ítalíu. Ítalía er það Evrópuland sem hefur farið verst úr út úr veirunni en alls hafa tæplega 106 þúsund manns greinst með veiruna þar í landi og þar af eru 12.428 látnir vegna hennar.

Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið íbúa Langbarðalands grátt en þar hafa flest smitin í landinu verið staðfest og ríkir algjört útgöngubann í héraðinu þessa dagana.

„Ástandið hérna er ekki gott, það verður bara að segjast,“ sagði Birkir í samtali við Morgunblaðið í gær. Göturnar hér eru nánast allar auðar og borgin minnir um margt á draugabæ þessa dagana. Það hefur ríkt útgöngubann hérna undanfarnar þrjár vikur og fólk virðir það. Þú mátt fara út í apótek og matvörubúð til þess að kaupa nauðsynjavörur en yfirvöld vilja að fólk fari eins sjaldan út og kostur er. Maður á í raun bara að fara í mesta lagi einu sinni í viku út í búð en annars er maður bara læstur inni í íbúð.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »