Af hverju eigum við að spila þegar fólk er að deyja?

Romelu Lukaku í leiknum gegn Juventus.
Romelu Lukaku í leiknum gegn Juventus. AFP

Romelu Lukaku, framherji ítalska knattspyrnuliðsins Inter Mílanó, segir knattspyrnuyfirvöld þar í landi hafa brugðist of seint við vegna kórónuveirunnar. 

Daniele Rugani, varnarmaður Juventus, var greindur með veiruna örfáum dögum eftir að Juventus og Inter mættust fyrir luktum dyrum  8. mars síðastliðinn. Lukaku var ekki sáttur við að deildin fengi að halda áfram svo lengi. 

„Heilsan gengur fyrir. Af hverju ættum við að spila þegar fólk er í lífshættu og að deyja um allan heim? Af hverju þurftum við að bíða eftir smiti í fótboltanum til að hætta? Ég sakna fótboltans en það mikilvægasta er heilsan. Allt annað kemur á eftir,“ sagði Lukaku í samtali við Thierry Henry á Instagram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert