Félag landsliðsmanns á barmi gjaldþrots

Ari Freyr Skúlason
Ari Freyr Skúlason mbl.is/Eggert Jóhannesson

Belgíska knattspyrnufélagið KV Oostende er á barmi gjaldþrots eftir að bandaríska fyrirtækið Pacific Media Group hætti við kaup sín á félaginu. Standaard í Belgíu greindi frá. 

Forráðamenn félagsins kenna fráfarandi eigandanum Marc Coucke fyrir að ekki tókst að selja félagið og segja hann hafa verið gráðugan í viðræðum sínum við PMG. 

Ari Freyr Skúlason gekk í raðir Oostende fyrir leiktíðina og gerði tveggja ára samning við félagið, sem átti að gilda út næstu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert