Fyrsti sigur Willums og félaga

Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Willum Þór Willumsson og samherjar hans í BATE Borisov höfðu betur gegn Rukh Brest í 3. umferð í hvítrússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 1:0. 

Sigurinn er sá fyrsti hjá BATE á leiktíðinni en liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum. Willum var í byrjunarliðinu og lék fyrstu 85 mínúturnar og fékk gult spjald á 59. mínútu. 

Deildin í Hvíta-Rússlandi er sú eina í Evrópu sem ekki er í fríi vegna kórónuveirunnar og er enn leikið með áhorfendum. BATE er í 13. sæti eftir þrjár umferðir með þrjú stig. 

mbl.is