Aftaki Lovrens fundinn?

Diego Carlos í leik með Sevilla.
Diego Carlos í leik með Sevilla. AFP

Brasilíumaðurinn Diego Carlos hefur verið orðaður við enska knattspyrnufélagið Liverpool að undanförnu en varnarmaðurinn spilar nú með Sevilla á Spáni. Carlos kom til Sevilla frá Nantes síðasta sumar og hefur frammistaðan hans í vetur vakið athygli. 

Miðvörðurinn hefur spilað 31 leik á leiktíðinni með Sevilla sem situr í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar eftir 27 leiki. Í viðtali við Muchodeporte útilokaði hann ekki að færa sig um set í sumar. 

„Ég er mjög ánægður hjá Sevilla. Félagið og borgin henta mér mjög vel og ég og fjölskyldan mín eru hamingjusöm. Það þyrfti miklu stærra félag til að ég myndi hugsa sér að fara. Við sjáum hvað umboðsmaðurinn minn segir,“ sagði Brasilíumaðurinn. 

Dejan Lovren hefur verið orðaður í burtu frá Liverpool og myndi enska félagið væntanlega kaupa nýjan miðvörð fyrir vikið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert