Fetar í fótspor Howe og Potters

Skotinn David Moyes tók á sig 30% launalækkun í dag.
Skotinn David Moyes tók á sig 30% launalækkun í dag. AFP

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, hefur ákveðið að taka á sig 30% launalækkun til þess að aðstoða félagið á erfiðum tímum vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina.

Moyes fer þriðji stjórinn í úrvalsdeildinni sem tekur á sig launalækkun vegna faraldursins en hann fetar þar með í fótspor þeirra Eddie Howe, stjóra Bournemouth, og Graham Potter, stjóra Brighton, sem tóku á sig 30% launalækkun í síðustu viku. 

Þá hafa leikmenn í ensku úrvalsdeildinni einnig verið beðnir um að taka á sig 30% launalækkun en fyrirliðar liðanna í deildinni funda nú um það hvernig sé best að útfæra lækkunina sem myndi einnig ná til þjálfara innan félaganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert