Fylgdu fyrirmælum stjórnvalda (myndir)

Leikmenn Bayern München mættu til starfa á nýjan leik í …
Leikmenn Bayern München mættu til starfa á nýjan leik í morgun. AFP

Leikmenn þýska knattspyrnufélagsins Bayern München hófu æfingar á nýjan leik í morgun eftir langa pásu vegna kórónuveirufaraldsins sem nú herjar á heimsbyggðina. Bæjarar tilkynntu það í gær á heimasíðu sinni að þeir myndu hefja æfingar í dag en að ýtrustu varkárni yrði gætt og þeir myndu fylgja fyrirmælum stjórnvalda í einu og öllu.

Leikmenn æfðu saman í litlum hópum, fimm og fimm, þá var alltaf gott bil á milli leikmanna liðsins og engar snertingar leyfðar. Bæjarar eru ekki eina félagið sem hóf æfingar á nýjan leik en bæði Borussa Mönchengladbach og Wolfsburg sneru aftur til æfinga í dag, sem og Samúel Kári Friðjónsson og liðsfélagar hans í Paderborn.

Engir stuðningsmenn þýska liðsins voru sjáanlegir fyrir utan æfingasvæðið enda óskaði félagið eftir því að þeir myndu halda sig heima á meðan samkomubann væri í gildi. Óvíst er hvenær leikar hefjast á nýjan leik í Þýskalandi en Þýskalandsmeistarar Bayern eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir af tímabilinu.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert