FIFA-spillingin tekin fyrir í dómssal

Jack Warner.
Jack Warner. AFP

Nokkrir af forystumönnum FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sæta nú ákærum í Bandaríkjunum í máli sem dómsmálaráðuneytið rekur, byggðu á viðamikilli rannsókn FBI sem mikið var til umfjöllunar fyrir nokkrum árum. 

FBI hefur fært rök fyrir því að mennirnir sem um ræðir hafi þegið mútur í kringum atkvæðagreiðslur hjá FIFA um hvar HM karla yrði haldið 2018 og 2022. Ýmislegt hefur áður komið fram um það í umfjöllun fjölmiðla og heimildamyndum á síðustu árum. 

Í málarekstrinum hafa verið lögð fram gögn ásamt málflutningi vitna um að þeir Nicolas Leoz, fyrrverandi forseti suðurameríska knattspyrnusambandsins, og Ricardo Teixeira, fyrrverandi forseta brasilíska sambandsins, hafi þegið mútur. Einnig Jack Warner, fyrrverandi varaforseti FIFA, en hann var mjög í sviðsljósinu á sínum tíma þegar handtökur fóru fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert