Leika aftur í fyrsta lagi 28. maí

Leikmenn Atletico Madrid fagna marki gegn Liverpool.
Leikmenn Atletico Madrid fagna marki gegn Liverpool. AFP

Efsta deildin í spænsku knattspyrnunni, La Liga, gæti hafist á ný í fyrsta lagi 28. maí en spænskt lið lék síðast hinn 11. mars þegar Atlético Madríd sló Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu. 

Javier Tebas, forseti deildarinnar, tjáði sig um málið í dag og nefndi þessa dagsetningu sem fyrstu mögulegu dagsetninguna verði keppnistímabilinu 2019-2020 haldið áfram. Segir hann að forráðamenn á Spáni hafi verið í viðræðum við UEFA vegna málsins. 

Kórónuveiran hefur leikið Spánverja grátt og hefur ástandið þar verið mjög slæmt. Líklega eru fáir í landinu með hugann við íþróttakeppnirnar um þessar mundir en ellefu umferðum var ólokið í La Liga þegar keppni var frestað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert