Lífið eins og á annarri plánetu í Svíþjóð

Glódís Perla Viggósdóttir hafnaði í áttunda sæti í kjörinu á …
Glódís Perla Viggósdóttir hafnaði í áttunda sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lífið í Svíþjóð er ansi sérstakt þessa dagana að sögn Glódísar Perlu Viggósdóttur, landsliðskonu Íslands í knattspyrnu og leikmanns Svíþjóðarmeistara Rosengård. Glódís býr í Malmö í Suður-Svíþjóð en alls eru 7.206 staðfest kórónuveirusmit í landinu og þar af eru 477 látnir.

Glódís á von á því að veiran muni að lokum berast til Malmö en annars hefur heimsfaraldurinn haft lítil sem engin áhrif á íslenska varnarmanninn sem varð Svíþjóðarmeistari með Rosengård á síðustu leiktíð.

„Þetta er rosalega skrítið allt saman hérna í Svíþjóð,“ sagði Glódís í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er eins og við búum á einhverri annarri plánetu hérna og reglurnar hér, miðað við annars staðar í heiminum í það minnsta, eru litlar sem engar. Við áttum sem dæmi að spila æfingaleik um síðustu helgi en honum var frestað á síðustu stundu.“

Róleg yfir ástandinu

Í Svíþjóð er samkomubann sem miðast við fimmtíu manns eða fleiri vegna kórónuveirunnar og því hefur Glódís getað æft með liðsfélögum sínum undanfarnar vikur, ólíkt öðrum liðum í Noregi og Danmörku sem dæmi.

„Eins og staðan er í dag er mestur fjöldi smitaðra í Stokkhólmi og veiran hefur látið lítið fyrir sér fara á Skáni. Ástandið hérna er þess vegna bara nokkuð eðlilegt miðað við Stokkhólm en sérfræðingar spá því að veiran verði farin að minna á sig hérna eftir tvær til þrjár vikur. Ég hef þess vegna ekki fundið fyrir neinum breytingum þannig séð, annað en að maður þvær hendurnar meira og passar betur upp á sig.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar má lesa um þetta á mbl.is hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »