Ronaldinho að losna úr fangelsi

Ronaldinho er að losna úr fangelsi í Paragvæ.
Ronaldinho er að losna úr fangelsi í Paragvæ. AFP

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho og bróðir hans verða á næstu dögum látnir lausir úr fangelsi í Paragvæ og færðir yfir í stofufangelsi. Voru þeir handteknir með ólögleg vegabréf á leiðinni frá Brasilíu til Paragvæs í síðasta mánuði. 

Borguðu þeir hvor sína 800.000 dollarana, 114 milljónir króna, í tryggingu, gegn því að verða látnir lausir úr fangaklefa. 

Falsaða vegabréfið sem Ronaldinho var með í fórum sér.
Falsaða vegabréfið sem Ronaldinho var með í fórum sér. Ljósmynd/Fiscalia Paraguay

Ronaldinho hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum eftir að hann lagði skóna á hilluna og því margir undrandi á að hann hafi greitt svo háa upphæð. 

Er hann sagður skulda jafn­v­irði um 305 millj­óna króna í um­hverf­is­gjöld eft­ir að hafa látið byggja bryggju með ólög­leg­um hætti við hús sitt sem ligg­ur að vatni í Porto Al­egre. Aðrar skuld­ir Ronald­in­hos nema 250 millj­ón­um króna.

mbl.is