Fótboltinn gæti snúið aftur án VAR

VAR hefur verið áberandi í fótboltanum á leiktíðinni.
VAR hefur verið áberandi í fótboltanum á leiktíðinni. AFP

Óvíst er hvort hægt verður að klára tímabilið í ítalska fótboltanum. Takist það hins vegar verður það væntanlega gert án myndbandsdómgæslu, VAR. Dómarayfirvöld á Ítalíu telja of áhættusamt að notast við VAR vegna kórónuveirunnar. 

Fleiri dómarar þurfa að ferðast og nýta samgöngur eins og flug eða lestarkerfi sem eykur smithættu. Þá er stutt á milli manna í VAR-herberginnu og mikið um snertifleti. VAR býður því upp á smithættu. 

Síðasti leikurinn í ítölsku A-deildinni fór fram 9. mars, en öllum leikjum deildarinnar hefur verið frestað ótímabundið. Juventus er á toppnum með 63 stig, einu stigi meira en Lazio.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert