Hannes reifst við stuðningsmenn Brøndby

Hannes Þ. Sigurðsson stýrir Deisen­hofen í þýsku D-deildinni.
Hannes Þ. Sigurðsson stýrir Deisen­hofen í þýsku D-deildinni.

Einverjir stuðningsmenn Brøndby eru á því að Hann­es Þ. Sig­urðsson sé verstu félagsskipti í sögu félagsins, en Hannes sjálfur er ekki sáttur við þá umræðu. Hannes reifst við stuðningsmenn danska félagsins á Twitter. 

Hannes kom til Brøndby frá Stoke á Englandi árið 2006 en lék aðeins níu deildarleiki með liðinu og skoraði tvö mörk. Hannes segir sjálfur að hann hafi verið gerður að blóraböggli þegar illa gekk hjá liðinu. Þá segir hann einnig að skiptin til Brøndby hafi verið þau skrítnustu og jafnvel þau verstu á ferlinum.

Hér að neðan má sjá nokkur innlegg hjá Hannesi á Twitter, en hann er nú stjóri Deisen­hofen í þýsku D-deildinni. 
mbl.is