Leikmenn og þjálfarar Real samþykktu launalækkanir

Zinedine Zidane er knattspyrnustjóri Real Madríd.
Zinedine Zidane er knattspyrnustjóri Real Madríd. AFP

Spænska íþróttafélagið Real Madríd staðfesti í dag að leikmenn og þjálfarateymi körfu- og fótboltaliða félagsins hefðu samþykkt launalækkanir, á milli 10 og 20 prósent.

Real er þriðja risafélagið á Spáni sem lækkar laun leikmanna en Barcelona og Atlético Madríd höfðu einnig samið við leikmenn sína um launalækkanir. 

„Leikmenn og þjálfarar knattspyrnu- og körfuboltaliðsins samþykktu lækkun launa á milli 10 og 20 prósent. Með því komum við í veg fyrir erfiðar ákvarðanir varðandi annað starfsfólk félagsins,“ segir m.a. í yfirlýsingu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert