Þýska deildin snýr aftur í byrjun maí

Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg.
Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg. AFP

Christian Seifert, forstjóri þýsku 1. deildarinnar í fótbolta, hefur staðfest að stefnt verði á að byrja að leika aftur í efstu tveimur deildum landsins snemma í næsta mánuði. Nokkur lið í Þýskalandi hafa þegar hafið æfingar. 

Verður leikið á öllum 36 völlum liðanna í tveimur efstu deildunum, en án áhorfenda. Takist að byrja aftur snemma í maí gæti þýska deildin verið kláruð í lok júní, áður en margar aðrar stórar deildir í Evrópu byrja á nýjan leik. 

Seifert sagði í viðtali við Bild að væntanlega yrði leikið fyrir tómum völlum út árið. Um 240 manns koma að hverjum leik í efstu deild, þrátt fyrir að engir áhorfendur verði leyfðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert