Bendtner segist geta orðið góður þjálfari

Nicklas Bendtner er án félags.
Nicklas Bendtner er án félags. Ljósmynd/Ole Martin,NTB scanpix

Danski knattspyrnumaðurinn Nicklas Bendtner er nú án félags eftir að samningur hans við FC Kaupmannahöfn rann út um áramótin. Óvíst er hvort Bendtner heldur áfram að spila eða leggur skóna á hilluna.

„Ég hef ekki ákveðið neitt enn þá. Ef ég held áfram að spila fótbolta geri ég það á mínum eigin forsendum. Ég á eftir að skoða það betur,“ sagði Bendtner við BT í Danmörku. Hann segir koma til greina að fara í þjálfun. 

„Ég vil mennta mig sem þjálfari og ég veit ég get orðið góður þjálfari. Ég vona að ég verði orðinn aðalþjálfari hjá góðu liði í kringum fertugt,“ bætti framherjinn við.

mbl.is