Ronaldinho kvaddi samfangana með grillveislu

Ronaldinho
Ronaldinho AFP

Fyrrverandi besti knattspyrnumaður heims, Ronaldinho, var látinn laus úr fangelsi í Paragvæ í vikunni eftir að hafa verið tekinn með falsað vegabréf þar í landi í síðasta mánuði. Samfangar kappans eru sagðir hafa kvatt hann með tárvot augu.

Ronaldinho og bróðir hans Roberto Assis voru vistaðir í fangelsinu frá 6. mars en borguðu að lokum hvor sína 800 þúsund dollarana, eða um 114 milljónir króna, í tryggingu gegn því að verða látnir lausir úr fangaklefa.

Brasilíumaðurinn átti glæstan knattspyrnuferil og var meðal annars valinn besti leikmaður heims árið 2005 þegar hann spilaði með Barcelona. Hann var vinsæll meðal fanganna og spilaði með þeim fótbolta daglega samkvæmt heimildum ESPN en samfangar hans héldu grillveislu til að kveðja hann. Segir heimildarmaður fréttastofunnar að kappinn hafi lofað að heimsækja þá síðar.

Ronald­in­ho hef­ur átt í mikl­um fjár­hagserfiðleik­um eft­ir að hann lagði skóna á hill­una og því marg­ir undr­andi á að hann hafi greitt svo háa upp­hæð. Er hann sagður skulda jafn­v­irði um 305 millj­óna króna í um­hverf­is­gjöld eft­ir að hafa látið byggja bryggju með ólög­leg­um hætti við hús sitt sem ligg­ur að vatni í Porto Al­egre. Aðrar skuld­ir Ronald­in­hos nema 250 millj­ón­um króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert