Hellti sér yfir eigin stuðningsmenn

Freyr Alexandersson ræðir við leikmenn Íslands á keppnisvellinum á Möltu.
Freyr Alexandersson ræðir við leikmenn Íslands á keppnisvellinum á Möltu.

Í byrjun mars sá ég knattspyrnuleik á Möltu. Ég fór nú bara á leikinn mér til ánægju og var ekki sendur af Mogganum til að fjalla um hann. Um var að ræða leik í 8-liða úrslitum í bikarkeppninni og var leikið á hlutlausum velli, þjóðarleikvanginum. Framlengja þurfti til að knýja fram úrslit.

Í tapliðinu var markvörður sem vakti fljótt athygli mína. Var með ýmsa takta sem mér fannst ekki traustvekjandi. Rauk út í fyrirgjafir og tímastillti úthlaupin illa. Ef hann greip boltann lagðist hann ávallt niður á eftir. Andstæðingarnir skoruðu í framlengingunni og komust áfram. Markvörðurinn hafði virkað illa á mig en ég hefði þó ekki getað spáð því sem gerðist eftir að flautað var til leiksloka.

Áhorfendafjöldinn á leiknum var ekki endilega há tala en hörðustu stuðningsmennirnir voru mjög háværir og fjörugir. Eitthvað var markvörðurinn ósáttur við sína stuðningsmenn og gekk rakleiðis að girðingu sem skildi að völlinn og áhorfendastúkuna þótt samherjarnir reyndu að stöðva hann.

Sjá bakvörðinn í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert